Loading...
Forsíða2025-05-28T14:38:01+00:00

Dómkirkjan, þessi fagra bygging í hjarta borgarinnar, var vígð 1796, stækkuð og færð í núverandi horf um miðja 19. öld. Á árunum 1999-2000 hlaut hún vandaða endurbyggingu. Dómkirkjan er ekki einungis sóknarkirkja, heldur er hún kirkja biskups, Alþingis og með sérstökum hætti allra þjóðarinnar. Hún er einstök þjóðargersemi.

Skráning í fermingu fyrir 2025 – 2026 stendur nú yfir.

Þú getur skoðað Dómkirkjuna í Þrívídd eða í Sýndarveruleika.

Hægt er að leigja safnaðarheimili Dómkirkjunnar fyrir athafnir og samkomur.

Fréttir

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10 til 14

Viltu vera vinur Dómkirkjunnar? Þá getur þú lagt styrk inn á reikning sóknarinnar.        Banki: 513-15-160250. Kt. 500169-5839.

Viltu styrkja flygilsjóð Dómkirkjunnar?        Banki: 358-22-1350. Kt. 500169-5839.

Allt árið um kring eru messur á sunnudögum kl. 11:00 sem og bænastundir á þriðjudögum kl. 12:00.

Bach tónleikar öll þriðjudagskvöld kl. 20:00 – 20:30.