Dómkirkjan í Reykjavík er arftaki kirkju þeirrar, sem fyrst reis í Reykjavík, á hinni fornfrægu jörð Ingólfs Arnarsonar og stendur í raun enn þar innan túns. Hér verður því haldið fram, að þar hafi kirkja verið reist skömmu eftir kristnitökuna árið 1000. Reykjavík hefur því verið kirkjustaður hátt í þúsund ár.