Við Dómkirkjuna starfa Dómkórinn og Kammerkór Dómkirkjunnar.
Dómkórinn annast messusöng í Dómkirkjunni. Dómkórinn hefur haft á að skipa stórri og tryggri söngsveit sem hefur tekist með frábærum árangri á við margvísleg tónverk.Hann hefur fyrir löngu sungip sig inn í hjörtu safnaðarins og landsmanna allra. Dómkórinn hefur gefið út nokkra hljómdiska sem og haldið fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Öll helstu tónskáld Íslands, auk nokkurra erlendra, hafa samið tónverk fyrir kórinn. Auk þess hefur kórinn tekist á við ýmis stórvirki tónbókmenntanna en þar má nefna Þýska sálumessu Jóhannesar Brahms, Jólaóratoríu og Jóhannesarpassíu Jóhanns Sebastians Bach og Requiem Wolfgangs Amadeusar Mozart.
Félagar í Dómkórnum skipa Kammerkór Dómkirkjunnar. Helsta hlutverk kórsins er söngur við útfarir frá kirkjunni. Einnig syngur kórinn við opinberar athafnir sem og ýmis hátíðleg tækifæri í tengslum við safnaðarstarfið.

Sálmabandið
Sálmabandið sem er skipaða félögum úr Dómkórnum. Hópur eða band sem vakið hefur athygli fyrir frjálsan og opinn flutning á kirkjutónlist. Bandið skipa séra Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur sem spilar á kontrabassa, Ása Briem sem spilar á harmónikku, Telma Rós Sigfúsdóttir sem er víóluleikari bandsins og Sigmundur Sigurðarson og Jón Ívars sem sjá um gítarleik. Sálmabandið var stofnað 2019. Sálmabandið hefur vakið umtalsverða athygli enda ekki mikil hefð fyrir því hér á landi að syngja sálma og kirkjulega tónlist í þeim útfærslum sem þau flytja hana. 
Sönghópurinn Marteinn
Sönghópurinn Marteinn samanstendur af um 50 vinum sem á sungu í Dómkórnum undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar dómorganista á einhverjum tímapunkti á árunum 1978 til 2010. Þó liðin séu brátt 15 ár frá andláti stjórnandans þá heldur kórinn áfram að hittast og rifja upp gamlar minningar og rækta áratuga vináttu. Æfingar eru óreglulegar og ráðast oftast af væntanlegu viðfangsefni eða einhverju skemmtilegu tilefni. Þrír meðlimir kórsins hafa deilt því verkefni að reyna að fylla í skarð Marteins: Þórunn Björnsdóttir, þekktur stjórnandi barna- og unglingakóra, hæfileikaríki tenórinn Sigmundur Sigurðsson, að öðru leyti mjólkurbílstjóri á Suðurlandi, og sópraninn Kristín Valsdóttir, sem starfar að jafnaði sem dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Kórinn fer reglulega í æfngarbúðir og ferðalög og er nýkominn frá Spáni þar sem hann tók þátt í stóru kóramóti og kom sjálfum sér og öðrum á óvart með glæsilegri frammistöðu.




