Alla þriðjudaga frá 13:00-14:30 frá hausti fram á vor er opið hús í Safnaðarheimilinu. Gott er að byrja á að mæta í bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 í kirkjunni og síðan er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Margt er til gamans gert, fróðleiks og skemmtunar. Fáum stundum góða gesti í heimsókn sem flytja áhugaverð erindi. Við förum í dagsferðir bæði vor og haust. Við hvetjum alla til að líta við. Engin þörf er á að láta skrá sig sérstaklega, bara kíkja inn og við tökum vel á móti þér. Alltaf eitthvað gott með kaffinu.



