Kvöldkirkjan klukkan 20.00-22.00
Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnar og Hallgrimskirkju.
Finnur þú fyrir óróleika, áhyggjum eða kvíða? Viltu dýpka trúarupplifun þína eða upplifa eitthvað nýtt í helgu rými? Þá gæti KVÖLDKIRKJAN verið eitthvað fyrir þig. Kvöldkirkjan er nokkrum sinnum yfir vetrarmánuðina og auglýst sérstaklega.
Undursamlega heilandi tónheimur, dýnur og koddar og grjónapúðar sem hægt er að leggjast á og slaka á. Kl. 20 og 21 verða hugleiðingar og svo er hægt að hvíla í rýminu og hugleiða, biðja eða slaka bara á og njóta þess að vera.



