Fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra eru sérstalega boðin til guðsþjónustu sun. 7. sept. kl. 11:00
Í framhaldinu verður kynningarfundur um fermingarstarf vetrarins. Prestar Dómkirkjunnar eru í samstarfi við Hallgrímssöfnuð um fermingarstarf og er fyrirhugað að börnin fari í fermingarerðalag í Skálholtsbúðir helgina 3.-5. okt. n.k.
Hlökkum til samstarfsins í vetur!
Sveinn Valgeirsson
Elínborg Sturludóttir
Fermingarveturinn er tími fjölskyldunnar. Á fermingarvetri er tækifæri til að sameinast um hið heilaga, læra, biðja og eiga samfélag í kirkjunni og upplifa hátíðir hennar á sérstakan máta. Foreldrar og fjölskylda eru hvött til þátttöku í helgihaldi kirkjunnar á fermingarvetri barnsins. Með því að koma með foreldrum eða forráðamönnum sínum til helgihaldsins læra fermingarbörnin betur að njóta þátttöku í starfi kirkjunnar. Auk fræðslunnar er lagt upp með að börnin taki þátt í tíu messum hið minnsta.
Hvað getur maður vitað um Guð?
Hvað er trú?
Hver er ég?
Er tilgangur með lífinu?
Hvernig get ég haft góð áhrif á samfélagið sem ég lifi í?
Þetta eru stórar spurningar og ekkert víst að við getum svarað þeim í eitt skipti fyrir öll. En það getur verið gott og gagnlegt að velta þeim fyrir sér og það ætlum við að gera í fermingarfræðslu Dómkirkjunnar næsta vetur. Þar ert þú velkomin(n).
Fermingardagar 2026
- Pálmasunnudagur 2026
- Hvítasunnudagur 2026
Hlökkum til að samverunnar í vetur;-)
Skráning í fermingarfræðslu
Skráning í fermingarfræðslu 2025-2026 fer fram rafrænt. Smelltu hér til þess að skrá.



