Sálmaband Dómkirkjunnar er skipað kórfélögum Dómkórsins í Reykjavík: Ása Bríem, harmonikka, Jón Ívars, gítar, Sigmundur Sigurðarson, gítar, Thelma Rós Sigfúsdóttir, víóla og Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur leikur á kontrabassa.
Sálmabandið hefur leikið saman síðan árið 2019, meðal annars í Dómkirkjunni, m.a. á Menningarnótt. Þau gæða sálmasönginn ferskum tónblæ með skemmtilegri hljóðfæraskipan og kynningum.



