Dómkirkjan, þessi fagra bygging í hjarta borgarinnar, var vígð 1796 og en stækkuð um miðja 19. öld.  Á árunum 1999-2000 hlaut hún vandaða endurbyggingu eftir teikningum Þorsteins Gunnarsssonar. Dómkirkjan er ekki einungis sóknarkirkja rúmlega þrjúþúsund manna sóknar, heldur er hún kirkja biskups, Alþingis og með sérstökum hætti allra þjóðarinnar. Hún er einstök þjóðargersemi og þjóðarhelgidómur.

Dómkirkjan í Reykjavík var vígð árið 1796 og var fyrsta byggingin sem reist var sérstaklega með tilliti til þess að Reykjavík skyldi verða höfuðstaður landsins. Tæpri öld síðar var svo Alþingishúsið reist þétt við kirkjuna. Síðar hafa þessi tvö hús myndað heild í hugum landsmanna og táknað órofa samhengi laga og siðar í landinu. Dómkirkjan hefur verið vettvangur stórra atburða í lífi íslensku þjóðarinnar, einstaklinga, fjölskyldna, samfélags. Við þingsetningar ganga alþingismenn til Dómkirkjunnar og hlýða á guðsþjónustu og eins við embættistöku forseta Íslands. Dómkirkjan er kirkja biskups Íslands, þar sem hann vinnur flest embættisverk sín. Dómkirkjan er sóknarkirkja fyrst allra Reykvíkinga en nú gamla Vesturbæjarins og næstu hverfa til austurs.